Fá úrskurð til þess að bera saman farsímaupplýsingar

myndfundurLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið úrskurð þess efnis að mega rekja hvaða farsímar hafi tengst við farsímasendinn í Flatahrauni á sama tíma og farsími Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfararnótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er úrskurðurinn lykilatriði í leitinni að Birnu þar sem lögregla er litlu nær um ferðir hennar eftir að slóð hennar hvarf á Laugavegi. Þá rannsakar lögregla hvort skóm sem ætlað er að séu skór Birnu sem fundust við birgðastöð Atlantsolíu í Hafnarfirði hafi verið komið þar fyrir en það vakti athygli lögreglu að undir skónum var snjór. Enn er leitað að Birnu í og við Hafnarfjarðarhöfn en skórnir hafa verið sendir til rannsóknar, meðal annars dna greiningar til þess að freista þess að fá staðfestingu á að um skó Birnu sé að ræða. Þá er verið að kanna hvort myndefni úr myndavélakerfi á hafnarsvæðinu geti með einhverjum hætti varpað ljósi á hvarf Birnu. Lögregla leitar einnig enn að ökumanni Kia Rio bifreiðar sem talinn er geta gefið mikilvægar upplýsingar um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila