Færumst sífellt nær kerfisræði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Ísland færist sífellt nær því að hér ríki kerfisræði. Þetta megi sjá til dæmis á því að langflest frumvörp sem verði að lögum eru komin innan úr kerfinu en ekki frá þeim sem leggja þau fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við hann í dag. Sigmundur segir frumvörpin koma víða að úr kerfinu “ frá embættismönnum ráðuneyta, oft á tíðum frá einhverjum starfsmönnum stofnana sem heyra undir ráðuneytin eða stundum frá sérfræðingum úti í bæ, með öðrum orðum er megnið af því sem þingið er að afgreiða er það sem kerfið er að láta það hafa, það hefur lengi verið kvartað yfir því að það sem er oftast kallað þingmannamál, mál sem þingmenn leggja sjálfir fram nái ekki fram að ganga, það eru fyrst og fremst mál sem eru unnin innan kerfisins sem eru kláruð og við erum að færast alltaf meira og meira í þá átt frá lýðræðinu yfir í það sem ég kalla kerfisræði, meðal annars á þeim forsendum að stjórnmálamenn eru margir hverjir, alltof margir orðnir hræddir við að hafa skoðun„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila