Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir barnaverndarstarfsmanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag leggja fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um gróf og ítrekuð kynferðisbrot gagnvart átta börnum. Eins og kunnugt er var maðurinn handtekinn í síðasta mánuði eftir að lögmaður eins brotaþola mannsins hafði ítrekað kæru skjólstæðings síns margsinnis án nokkurra viðbragða af hálfu yfirvalda. Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar síðar í dag.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila