Félagslega kerfið í Reykjavík býr til fátæktargildrur

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Félagslega kerfið í Reykjavík gerir ekki nóg til þess að hjálpa fólki út í lífið aftur og því þarf að breyta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykavík í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Eyþór bendir á að þeim sem hafa verið á lágum tekjum sé refsað með skerðingum í stað þess að ýta undir að velferð þeirra batni “ þetta var einnig gert í Árborg þegar ég var þar en við snerum þessu við og lögðum slíkar leiðir af með góðum árangri, kerfið þarf að vera þannig byggt upp að það hjálpi fólki til sjálfshjálpar og þá leið vil ég fara„,segir Eyþór.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila