Fjallað um áhrif nútímamiðla á stjórnmál á Sturluhátíð

Sturluhátíð fór fram um helgina í Tjarnarlundi í Dölum og var þar margt um manninn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var meðal gesta ásamt öðrum núverandi og fyrrverandi ráðamönnum og ávarpaði Katrín samkomuna. Í ræðu sinni fjallaði Katrín meðal annars um hliðstæður milli Sturlungaaldar og samtímans með tilliti til nýrra miðla og áhrifa þeirra á stjórnmálin. Þá fjallaði hún einnig um gildi fornsagnanna fyrir þau sem börðust fyrir fullveldinu á sínum tíma. Aðrir sem ávörpuðu hátíðina voru Einar K. Guðfinnsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Guðrún Alda Gísladóttir og Ari S. Edwald. Þá söng Hanna Dóra Sturludóttir við undirleik Snorra Sigfús Birgissonar. Lesa má ræðu Katrínar með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila