Fjallar um viðbrögð Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna við efnahagskreppunni 2008 í nýrri bók

Hilmar Þór Hilmarsson.

Samanburður á viðbrögðum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna er viðfangsefni nýrrar bókar Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri. Hilmar var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hann ræddi efni bókarinnar en í henni kemur meðal annars fram að sum lönd hafa enn ekki jafnað sig eftir efnahagskreppuna og er þar Grikkland nefnt sem dæmi þar sem skuldir landsins eru enn yfir 180% af vergri landsframleiðslu landsins og atvinnuleysi sé enn yfir 20%. :á kemur þar einnig fram að það hafi verið Íslandi í raun til happs að hafa ekki haft skjól í hruninu og því hafi ekki verið tekið risalán með ríkisábyrgð. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila