Flokkarnir sameinast um að sópa að sér framlögum frá ríkinu

Nær einu málin sem flokkarnir á þinginu geta verið sammála um er þegar kemur að því að hækka fjárframlög til þeirra sjálfra. Þetta var meðal þess sem fram kom í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun. Arnþrúður vakti athygli á að nú væri búið að samþykkja enn eina ferðina slíka hækkum til flokkanna sem eiga fulltrúa á þingi, en hækkunin nú nemur 50% „ Nú fá þeim sem sagt tólf milljónir fyrir hvern sitjandi þingmann, þetta gat þingið sameinast um og nú geta þeir allir sofið rólegir„,sagði Arnþrúður. Þá ræddu Arnþrúður og Pétur um mótmæli gulu vestanna í Frakklandi og hvers vegna mótmælin hófust. Hlusta má á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila