Flokkur fólksins berst gegn óréttlætinu

halldorgunnarsfrettaHalldór Gunnarsson varaformaður Flokks fólksins segir markmið Flokks fólksins vera að berjast fyrst og fremst gegn því óréttlæti sem hluti aldraðra og öryrkja á Íslandi hafa mátt sæta gegnum tíðina. Halldór sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag segir dæmin um óréttlætið vera víða að finna “ hvaða þjóðfélag byggir upp kerfi sem segir að nú sértu orðinn 67 ára að þá eigir þú bara að fara heim og vera þar og svo þegar þú verður veikur þá ferðu á elliheimili og lokast þar inni, og svo þegar þú verður enn veikari þá ferðu á sjúkrahús sem ekki eru til og þá ertu jafnvel fluttur hreppaflutningum langt í burtu frá aðstandendum, og ferð grátandi þannig„,segir Halldór.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila