Rúmlega milljarður manna viljugur til þess að flytja til Vesturlanda í leit að betra lífi

Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og óperusöngvari

Rúmlega milljarður manna eða 1,1 milljarður myndi vera viljugur til þess að leita að betra lífi og bættum lífskjörum á Vesturlöndum.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Guðbjörn bendir á að þær tölur sem hann vitnar komi fram í samtekt frá Sameinuðu þjóðunum

það eru svona álíka margir og nú búa á Vesturlöndum sem er tilbúinn að koma til Vesturlanda, bara pakka niður fötum og leggja af stað, þannig að ef við ætluðum að taka við öllum sem vilja koma til Vesturlanda þá þýddi það að við værum að tvöfalda íbúafjöldann, þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vef Sameinuðu þjóðanna og komu mér satt að segja talsvert á óvart„,segir Guðbjörn. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila