Flóttamannastraumur yfir Miðjarðarhaf mun meiri en áður

Fjöldi þeirra flóttamanna sem reyna að komast yfir Miðjarðarhafið hefur stóraukist að undanförnu og er nú svo komið að fjöldinn er meiri en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Joel Millman yfirmaður International Organization for Migration, en á undanförnum dögum hefur sex þúsund flóttamönnum verið bjargað á Miðjarðarhafi. Af þeim flóttamönnum sem farið hafa yfir Miðjarðarhafið er talið að um 500 hafi drukknað en flestir flóttamannanna hafa verið á leið til Ítalíu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila