Flugslysið í Hlíðarfjalli rakið til mannlegra mistaka

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér skýrslu vegna flugslyssins sem varð við keppnisbraut Bílaklúbbs Akureyrar þann 5.ágúst 2013. Í skýrslunni kemur fram að slysið megi rekja til mannlegra mistaka sem urðu með þeim hætti að snörp beygja sem tekin var yfir akstursbrautina var tekin í of lítilli hæð og því hafi ekki tekist að rétta vélina af aftur með þeim afleiðingum að hún skall til jarðar. Eins og kunnugt er létust tveir í slysinu, sjúkraflutningamaður og flugstjóri vélarinnar en flugmaður vélarinnar, sá eini sem komst lífs af úr slysinu slasaðist alvarlega. Skýrsluna má lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan en rétt er að vekja athygli á því að skýrslan er á ensku.

Smelltu hér til þess að skoða skýrsluna

Athugasemdir

athugasemdir