Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni

Vigdís Hauksdóttir borgarstjóraefni Miðflokksins.

Það er algjörlega skýr stefna Miðflokksins að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, ekki síst vegna öryggissjónarmiða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarstjóraefnis Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Vigdís bendir á að fræðimenn, t,d Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hafi bent á að þegar kemur að flugvallarmálinu verði menn að hafa hugfast að Ísland sé eldfjallaland og því sé mikilvægt að flugvöllurinn sé til staðar í Vatnsmýrinni, það sé einfaldlega öryggisatriði.

Mikilvægt að menn tali hreint út

Vigdís segir að umræða um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni sé einhvers konar millilendingarhugmynd þeirra sem vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni “ ef menn vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni eiga menn bara að segja það hreint út, en Hvassahraun er óhentug staðsetning vegna veðurskilyrða, við verðum að hlusta á þá sem hafa vit á þessum málum„,segir Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila