Flýta endurskoðun sauðfjársamnings

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Fram kemur í tilkynningu að viðræður aðila muni fara fram á grunni tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins í mars 2018 að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt.  Bændasamtökin og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu en þar segir meðal annars “ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila