Forsætisráðherrahjónin heimsækja íslendingaslóðir í Kanada

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason eru nú í opinberri heimsókn á Íslendingaslóðum í Kanada og Bandaríkjunum en þau verða heiðursgestir á Íslendingahátíðum sem haldnar verða í Gimli í Manitoba og Mountain í Norður-Dakóta og munu taka þátt í hátíðarhöldum í tengslum við þær. Ráðherrahjónin verða viðstödd ýmsa menningarviðburði og munu heimsækja staði sem tengjast vesturförunum.

Forsætisráðherra mun einnig eiga fund með Brian Pallister, forsætisráðherra Manitoba, Rochelle Squires, ráðherra Manitoba fyrir sjálfbæra þróun og stöðu kvenna, og Janice C. Filmon, fylkisstjóra Manitoba.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila