Forseti sendir Svíakonungi samúðarkveðjur

Forseti Íslands sendi í dag Karli XVI Svíakonungi samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi. Í kveðjunni frá forseta segir hann að hugur íslendinga sé hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna voðaverkanna og að með árásinni hafi verið vegið að grunngildum samfélagsins “ Við sem viljum verja lýðræði, frelsi og mannréttindi verðum að standa saman gegn öflum öfga og ógnar„,segir Guðni.

Athugasemdir

athugasemdir