Forvarnir hafa mun meiri afleidd áhrif en aukið aðgengi að áfengi

jonthor2Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir ástæðulaust að óttast aukið aðgengi að áfengi með sölu á því í matvöruverslunum. Jón sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að lýðheilsuforvarnir hafi mun meiri áhrif út á við en aukið aðgengi og myndi þannig vinna gegn aukinni neyslu þrátt fyrir aukið aðgengi. Hann segist telja að það sé meirihluti fyrir málinu í þinginu eins og staðan er nú en það megi rekja til þess hversu margir yngri þingmenn sitji á þingi. Aðspurður um hvort hann styðji áfengisfrumvarpið segir Jón “ ég var á þessu máli áður og ég mun gera það áfram„.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila