Fóstureyðingar af félagslegum ástæðum á gráu svæði

Séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti.

Það er hæpið að leyfa fóstureyðingar af félagslegum ástæðum en skiljanlegt ef meðganga ógnar lífi móður. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli séra Geirs Waage sóknarprests í Reykholti í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Geir segir að í dag sé oft litið á líf ófæddra barna eins og hverja aðra markaðsvöru sem sé fórnað verði það fyrirstaða fyrir konu til þess að njóta lífsins eða hamlar henni fjárhagslega “ ég spyr hver er réttur barnsins,  ef fólk telur sig hafa þann rétt til þess að taka þann rétt af barni að lifa, til loka tuttugustu og annarar viku er þá eitthvað því til fyrirstöðu að taka aðra, til dæmis fólk með geðsjúkdóma eða aðra alvarlega kvilla af lífi, þetta er alltaf spurningin um hvenær menn fara að teygja sig lengra, ég held að fólk ætti að horfa á myndband af fóstureyðingu og kynna sér þetta„,segir Geir. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila