Framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar í uppnámi eftir að oddvitarnir í Reykjavík hættu

thjodfylkinginGústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson sem skipuðu efstu sæti Íslensku þjóðfylkingarinnar hafa dregið framboð sitt til baka. Gústaf Níelsson sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu segir að oddvitarnir byggi ákvörðun sína á áhugaleysi formannsins Helga Helgasonar sem þeir segja að hafi ekki sýnt þann áhuga sem til að veita málefnum flokksins brautargengi. Því er ljóst að framboð flokksins er í fullkomnu uppnámi og ríkir óvissa um hvort flokkurinn muni bjóða fram til Alþingis.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila