Framlengja frest fyrirtækja til þess að öðlast jafnlaunavottun um tólf mánuði

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Framlengingin tekur til fyrirtækja og stofnana, óháð stærð þeirra. Reglugerð ráðherra þessa efnis tók gildi í dag.
Í tilkynningu segir að reglugerðin nái þó ekki til opinberra stofnana, sjóða og fyrirtækja sem eru að hálfu eða að meiri hluta í eigu ríkisins með 25 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli og þurfa þau því að innleiða jafnlaunavottun í tilsettum tíma.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila