Framtíðarsýn skortir í vega og umferðarmálum

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Hér á landi skortir framtíðarsýn bæði í vega og umferðarmálum. Þetta var meðal þess sem fram kom máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Runólfur bendir á að umferð framtíðarinnar verði með breyttu sniði og nauðsynlegt sé að hafa það í huga í framtíðarstefnumótun í málaflokknum “ til dæmis með aukinni rafbílavæðingu og svo þegar sjálfkeyrandi bílar fara að sjást á götum, það er ekkert farið að ræða þessi mál„,segir Runólfur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila