Fullt út úr dyrum á fundi um orkupakka 3

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur í ræðustól. Eins og sjá má var þétt setinn bekkurinn á fundinum.

Fullt var út úr dyrum á opnum hádegisfundi um orkupakka 3 sem haldinn var í Safnahúsinu (Þjóðmenningarhúsinu) í dag. Á fundinum var þeirri spurningu velt upp hvort Ísland væri að missa yfirráð yfir orkuauðlindum landsins og hvort orkupakki 3 væri enn ein varðan á þeirri vegferð. Frummælendur fundarins rýndu í málið frá mismundi sjónarhornum en þeir eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli þekkingu á málefninu. Frummælendur fundarins voru Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, fyrrverandi rafmagnsstjóri ISAL, Birgir Örn Steingrímsson, hag- og fjármálafræðingur, Elías B. Elíasson, verkfræðingur, Erlendur Borgþórsson, framkvæmdastjóri, Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, Ingibjörg Sverrisdóttir, ferðaráðgjafi. Fundarmenn voru sammála um að fara þyrfti afar varlega þegar kæmi að orkuauðlindum landsins, enda væri með samþykki orkupakkans verið að framselja vald undir erlend yfirráð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila