Fullt út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins

Eins og sjá má á var fundurinn mjög vel sóttur.

Fullt var út úr dyrum á stofnfundi Framfarafélagsins sem haldinn var í dag. Mikill áhugi virðist vera fyrir félaginu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra tilkynnti á dögunum að hann hygðist ýta úr vör og nú hefur orðið að veruleika, og reyndar var áhuginn svo mikill að opna þurfti hliðarsal þar sem ekki var hægt að koma öllum fundargestum fyrir í aðalsal. Á fundinum mátti sjá bæði pólitíska félaga Sigmundar Davíðs, áhrifafólk úr viðskiptalífinu sem hefur áhyggjur af ítökum vogunarsjóðanna á Íslandi og þá kom einnig fjöldi fólks utan af landsbyggðinni á fundinn. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eyþór Arnalds. Í gær ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Sigmund Davíð en í viðtalinu sagði Sigmundur Davíð meðal annars frá því hvernig hann sæi fyrir sér hlutverk og áherslur Framfarafélagsins í íslensku samfélagi. Þáttinn má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila