Fundað með íbúum Bolungarvíkur um fiskeldi

Á morgun, þriðjudag mun verða haldinn opinn íbúafundur í Bolungarvík þar sem rætt verður um fiskeldi og framtíð þess á Vestfjörðum. Meðal þeirra sem taka munu til máls á fundinum eru, Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri fiskeldis og fiskræktarsviðs stofnunarinnar. Fulltrúar Hafró munu meðal annars fara yfir hvernig vinnu við áhættumat vegna erfðablöndunar sé háttað og hvaða framtíðarsýn stofnunin hafi til þeirrar vinnu, auk þess sem fulltrúarnir munu taka við spurningum úr sal. Þá mun Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig ávarpa fundargesti. Fyrir áhugasama er rétt að benda á að fundurinn verður haldinn á morgun þriðjudag í félagsheimilinu í Bolungarvík og hefst hann kl.19:30.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila