Gæðastjórnun lykilatriði í heilbrigðisþjónustu

karifrettaKári Stefánsson læknir og erfðafræðingur segir gæðastjórnun vera lykilinn að góðri heilbrigðisþjónustu. Kári sem var gestur Hauks Haukssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að sú heilbrigðisþjónusta sem nú þegar sé einkarekin hafi litla sem enga gæðastjórnun og það geti valdið ákveðnum ótta “ það býður heim þeim ótta að læknar geti verið að framkvæma alls konar rannsóknir og aðgerðir til þess eins að afla sér fjár, sem ég held að sé ekki rétt, ég held að það sé að minnsta kosti afar sjaldgæft, en það býður upp á þann ótta að menn haldi að það gerist„,segir Kári.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila