Gagnrýnir skekkta mynd fjölmiðla af Rússlandi

Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi.

Fjölmiðlar gefa iðulega ranga mynd af Rússlandi þegar fjallað er um málefni Rússlands og draga oft upp óverðskuldaða dökka mynd af landi og þjóð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Antons Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi en hann var gestur Hauks Haukssonar í dag. Anton bendir á að fjölmargir sem sóttur Rússland heim vegna HM í knattspyrnu hafi orðið mjög hissa þegar þeir urðu þess varir að sú mynd sem þeir fengið af Rússlandi í fjölmiðlum var kolröng og alls ekki í samræmi við upplifun þeirra. Þá segir Anton áróðurskenndar falsfréttir af atburðum sem sagðir eru tengjast stjórn Pútíns forseta vera daglegt brauð, og nefnir Anton í því sambandi Skribal málið svokallaða og segir málið vera tilraun breskra stjórnvalda til þess að sverta rússa, verið sé að refsa rússum fyrir að standa á sínu og verja sjálfstæði sitt „ farið sjálf til Rússlands og kynnið ykkur málin frá fyrstu hendi, látið ekki ljúga að ykkur“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila