Gefa út ársrit um starfsemi innanríkisráðuneytisins

raduneytin55Innanríkisráðuneytið gerir upp starfsemi ráðuneytisins í nýju ársriti sem gefið hefur verið út.  Í ritinu er að finna upplýsingar um ýmis verkefni sem unnið var að á síðasta ári og tekin er saman ýmis tölfræði yfir starfsemina frá stofnun ráðuneytisins 1. janúar 2011. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri ritar inngangsorð ársritsins og segir hún að því sé fyrst og fremst ætlað að gefa yfirlit yfir viðfangsefni sem hafist var handa við 2015 og helstu áfanga sem lauk á árinu. Ráðuneytisstjórinn segir gildi ráðuneytisins, framsýni, mannúð og fagmennsku, til marks um vilja til að hafa forystu um stefnumótun, vilja til að þjóna íbúum landsins á grundvelli jafnræðis, þekkingar og áreiðanleika.
Efni ársritsins er skipt í þrjá kafla þar sem meðal annars er farið yfir breytingar og sameiningar stofnana ráðuneytisins, auk þess sem þar má finna upplýsingar um áætlanagerð, fjarskiptamál, samgöngumál, almanna- og réttaröryggi, sveitarstjórnarmál og síðan ýmis tölfræði um fjármál, nefndir, þingmál, upplýsingamál og fleira.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila