Gert ráð fyrir að mengun í Hvalfjarðargöngum fari yfir viðmiðunarmörk um páskana

Vegagerðin býst við mikilli umferð um Hvalfjarðargöng um páskana og því hætt við að mengun í göngunum fari yfir viðmiðunarmörk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að til þess að bregðast við því ástandi ef mengun fer yfir viðmiðunarmörk gætu komið til lokana sem gætu staðið yfir stutta stund eða 10 – 15 mínútur í senn. Rétt er því að benda á að vegfarendur sem eru á þessari leið gætu lent í einhverjum töfum en sem fyrr segir ættu tafirnar alla jafna ekki að standa yfir nema í stutta stund.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila