Gestir á HM til mikillar fyrirmyndar

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Gestir á HM Rússlandi hafa verið til mikillar fyrirmyndar og hafa lögregluyfirvöld í Moskvu haft fremur fá önnur verkefni en gæslu á sinni hendi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag, en Haukur sem staddur er á HM var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í dag.
Haukur segir dæmi um að gróusögur um hið hættulega Rússland hafa orðið til þess að foreldrar ungs fólks sem sæki HM óttist um öryggi þess, en Haukur segir þann ótta ástæðulausan „það er auðvitað þessi gengdarlausi áróður gegn Rússlandi sem hefur þessi áhrif en þetta er auðvitað alveg tómt bull og vitleysa sem á sér enga stoð, hér hafa ekki einu sinni verið slagsmál eins og oft vill verða í svona mannmergð“, segir Haukur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila