„Geta stjórnvöld hér sætt sig við að lykilstofnun í fjármálakerfi landsins sé í eigu vogunarsjóða?“

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Dr. Ólafur Ísleifsson sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær velti þeirri spurningu upp í þættinum hvort íslensk stjórnvöld geti sætt sig við að Arionbanki, sem sé ein lykilstofnun íslensk fjármálakerfis sé í eigu aðila eins og vogunarsjóða. Ólafur segir að stjórnvöld hljóti að þurfa horfa til hver markmið nýs eigenda bankans séu í því tilliti „ það er ekki óeðlilegt að ætlast til þess að þeir sem að fari með eignarhlut í helstu fjármálastofnunum sem hér starfa séu aðilar sem að hafa ekki skjótan gróða sem sitt aðal markmið, ég meina bankinn er ekki bara til þess að vera hér bara í næstu viku eða bara fram á næsta ár„,segir Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila