Hafa þungar áhyggjur af hárri sjálfsvígstíðni franskra lögreglumanna

Frönsk lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af hárri sjálfsvígstíðni meðal franskra lögreglumanna en 39 lögreglumenn hafa fallið fyrir eigin hendi á síðustu 11 mánuðum í landinu.
Flestir þeirra lögreglumanna sem tóku eigið líf tilheyra lögreglunni í París.
Louis Guy Dubois talsmaður Samtaka franskra lögreglumanna telur rekja megi aukna tíðini sjálfsvíga meðal lögreglumanna megi rekja til gríðarlegs vinnuálags auk þess álags sem baráttan gegn hryðjuverkum hefur skapað. Áður var vinnufyrirkomulag lögreglumanna í Frakklandi þannig háttað að auk hefðbundins vinnutíma hafi lögreglumenn unnið aðra hverja helgi en nú sé það svo að menn vinni fimm af hverjum sex helgum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila