Hagnaður Arionbanka dregst saman

Arionbanki hefur sent frá sér afkomutilkynningu þar sem fram kemur að afkoma bankans dregst saman á öðrum ársfjórðungi um rúman helming, miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Í tilkynningu frá Arionbanka segir meðal annars að þrátt fyrir samdráttinn hafi stjórn bankans ákveðið að leggja það til á hluthafafundi bankans sem fram fer í september að greiða út 10 milljarða arð til hluthafa  fyrir lok þriðja ársfjórðungs. Fram kemur einnig í tilkynningunni að “ unnið sé að því að koma Stakksbergi, eignarhaldsfélagi kísilverksmiðjunnar í Helguvík, í söluferli á síðari hluta ársins. Bankinn mun halda áfram að skoða hagræðingu eiginfjár og kanna möguleika á útgáfu á víkjandi skuldabréfum á síðari hluta ársins ef markaðsaðstæður leyfa„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila