Haldið upp á 70 ára afhendingarafmæli Snorrastyttu í Reykholti

Óskar Guðmundsson rithöfundur og fræðimaður.

Næstu helgi verður haldin mikil hátíð í Reykholti þar sem haldið verður upp á að 70 ár eru liðin frá afhendingu Styttu af Snorra Sturlusyni sem Norðmenn afhentu íslendingum að gjöf. Afhending styttunnar hefur lengi verið talinn einn merkasti atburður í sögu héraðsins á seinni tímum en styttan er eftir norska myndhöggvarann Gustav Vigeland. Óskar Guðmundsson rithöfundur sem ritaði ævisögu Snorra var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem Óskar rifjaði upp sögu þessa stórmerkilega íslendings sem skipað hefur stóran sess í sögu þjóðarinnar allt frá hans dögum. Þar rifjaði Óskar einnig upp þann merka viðburð þegar styttan var afhent íslendingum við hátíðlega athöfn. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir