Hátt í tólf prósent telja líklegt eða frekar líklegt að þeir kjósi Höfuðborgarlistann

Hátt í 12% borgarbúa á aldrinum 50-67 ára telja líklegt eða frekar líklegt að þeir munu kjósa Höfuðborgarlistann. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR. Þá kemur einnig fram að karlar séu líklegri til að kjósa flokkinn en konur en munurinn er þó innan skekkjumarka. Ef meðaltalið er skoðað án tillits til aldurs eða kyns kemur í ljós að 10,3 % telja líklegt eða frekar líklegt að þeir kjósi listann. Um var að ræða netkönnun (spurningavagn) og var úrtalið íslendingar 18 ára og eldri sem valdir voru af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR en 961 einstaklingur svaraði könnuninni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila