Hefur sætt líflátshótunum fyrir að opinbera skoðun sína á útlendingamálum

asmundurfridrikssonÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins furðar sig á heiftinni í umræðunni um málefni útlendinga og segist sjálfur hafa fengið að finna til tevatnsins þegar hann hefur opinberað sínar skoðanir í þeim málum. Ásmundur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að það sé umræðunni alls ekki til framdráttar að menn séu rakkaðir niður persónulega af þeim sem hæst láta „ ég hef auðvitað séð þetta um sjálfan mig og við fjölskyldan legið undir hótunum„,segir Ásmundur. Aðspurður um hvort hótanir í hans garð séu líflátshótanir segir Ásmundur “ ég vil kalla það líflátshótun þegar barnabarnið hringir og segir “ afi af hverju vill kallinn að við öll fjölskyldan drukknum í jólasúpunni?, mér finnst það vera allt að því hótun„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila