Heimsfréttirnar: Sænsk yfirvöld eru að tapa baráttunni við glæpagengin

Sænsk yfirvöld eru við það að missa endanlega tökin í baráttunni við glæpagengi sem vaða uppi í sænskum borgum og bæjum og hefur ástandið aldrei verið verra en nú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Gústaf bendir á að með auknum innflutningi fólks hafi lögreglumönnum fækkað á sama tíma og er lögreglan hætt að taka við kærum sem að öllu jöfnu hefur verið tekið við áður “ það vantar hér að minnsta kosti 7000 lögreglumenn til þess að ná tökum á þessu en yfirvöld eru að missa alveg tökin á þessu ástandi, morðin í ár eru þegar orðin fleiri en þau voru í fyrra og því orðið ljóst að ástandið hefur versnað„,segir Gústaf. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila