Heimsfréttirnar: Vandi Deutsche bank gæti leitt til hruns evrunnar

Erfið staða Deutsche bank gæti leitt til hruns evrunnar og þar með dregið fjölda banka og fjármálastofnanna með sér í fallinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í vikunni en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að ef bankinn grípi ekki til róttækra aðgerða til þess að laga stöðuna geti farið mjög illa “ ef að Deutsche bank sem búinn er að glíma við mikil vandamál hreinsar ekki út hjá sér eins og hann hefði átt að gera eftir síðasta hrun, gæti það leitt til fall hans og það myndi hafa mjög slæm áhrif á allan heiminn og taka marga banka með sér, þar með talinn Citybank sem er einn af stærstu viðskiptabönkum Deutsche bank, þannig það eru blikur á lofti í Þýskalandi, og ef það fer þannig þá auðvitað hrynur Evran og Evrópusambandið mun koma til með að finna verulega fyrir því og það mun hrikta verulega í stoðum Evrópusambandsins„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila