Hér vantar úrræði í húsnæðismálum til þess að fólk geti komið undir sig fótunum

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda.

Það vantar sárlega úrræði fyrir þá sem ekki geta keypt sér og eru í einhvers konar millibilsástandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Hólmsteinn segir að Íbúðafélag Suðurnesja sem sé eina óhagnaðardrifna leigufélag landsins reyni nú að fá úthlutuðum lóðum til þess að bæta úr fyrir þann hóp komi að flestum dyrum lokuðum „ Nema hjá Reykjanesbæ þar sem vel er tekið í hugmyndina og er þetta mál í ferli þar„,segir Hólmsteinn sem vonast til að hugmyndin gangi í gegn. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila