Hollendingar gagnrýndir vegna umdeildrar veiðiaðferðar við fiskveiðar

Breskir sjómenn gagnrýna harðlega Hollendinga sem þessi misserin leggja stund á tilraunir með nýjar veiðiaðferðir, sem bretar segja að hafi slæm áhrif á aðrar fisktegundir aðrar en þær sem veiða á með nýju aðferðinni. Aðferðin er mjög umdeild en hún felst í því að sérstakt tognet er dregið eftir sjávarbotninum og gefur þeim fiskum sem verða á vegi þess rafstuð sem lamar fiskinn og safnar honum saman í sérstakan netpoka sem síðan er hífður um borð í skipin. Bretar benda á að á þeim svæðum sem slíkar veiðiaðferðir hafi verið notaðar hafi lítið veiðst af öðrum tegundum eftir þær hófust og því sé grunur um að ekki sé allt með felldu. Almennt eru veiðar þar sem rafmagn er notað til veiða með þessum hætti bannaðar en undanþágur hafa þó verið veittar af hálfu Evrópusambandsins, til dæmis til Hollendinga sem gert hafa slíkar tilraunir á undanförnum árum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila