Huga þarf að grunnskólabörnum og skera niður óþarfa stofnanir

Viðar Guðjohnsen frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins.

Taka þarf starf grunnskólanna föstum tökum, bæta árangur nemenda og skera niður óþarfar stofnanir innan borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Viðars Guðjohnsen frambjóðanda í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Viðar telur að feminismi hafi eyðilagt grunnskólakerfið og fjölga þurfi karlmönnum í stétt kennara í þeim tilgangi að bæta námsárangur drengja „ef svona stór hluti drengja getur ekki einu sinni lesið sér til gagns þá er augljóslega eitthvað stórkostlega mikið að“,segir Viðar. Þá segir Viðar stofnanir innan borgarkerfisins vera of margar og sumar hverjar óþarfar “ til dæmis mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, það mætti bara leggja hana niður„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila