Húsnæðismálin brýnasta úrlausnarefnið í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, Fjölnir Sæmundsson sem skipar 2.sæti Vinstri grænna í Hafnarfirði, og Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins í Hafnarfirði.

Húsnæðismálin eru þau mál sem liggur mest á að leysa í Hafnarfirði líkt og annars staðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Fjölnis Sæmundssonar sem skipar 2.sæti Vinstri grænna í Hafnarfirði, Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokksins í Hafnarfirði og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í viðtali við Pétur Gunnlaugssonar í dag. Bæði Fjölnir og Sigurður benda á að þau skilyrði sem sett hafa verið fram í skipulagi geri það að verkum að lóðir seljist ekki þar sem of dýrt sé að byggja samkvæmt skipulaginu, enda séu þar kröfur gerðar sem séu óraunhæfar. Rósa segir að á þessu hafi verið tekið og að ástandið hafi mikið til lagast, gera þurfi þó enn betur í þeim efnum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila