Húsnæðismálin og menntastefnan mikilvæg

Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Aron Leví Beck formaður Ungra Jafnaðarmanna í Reykjavík.

Leggja þarf áherslu á það sem skiptir ungt fólk í borginni máli. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Skúla Helgasonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og Arons Leví Beck formanns Ungra jafnaðarmanna í Reykjavíkí síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Þeir félagar eru sammála um að byggja þurfi upp hentugar íbúðir fyrir ungt fólk og þá þurfi að einnig að hlúa vel að grunnskólanum, þeir vilji þó áfram hafa skóla án aðgreiningar og benda á að með því að hafa sérskóla sé um ákveðna mismunun að ræða sem sé ekki heppilegur kostur ” þá gætu nemendur upplifað sig sem þeir væru ekki hluti af hópnum og væru öðruvísi“,segir þeir Aron og Skúli. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila