Hvetja íslendinga til að gæta varúðar í Tyrklandi

valdaranid4Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu í í kjölfar yfirlýsinga Erdogans forseta Tyrlands í gær um að neyðarástand ríki í Tyrklandi næstu 3 mánuði. Í tilkynningunni eru þeir sem hyggja á ferðir til landsins eða eru staddir þar nú þegar beðnir um að gæta fyllstu varúðar á ferðalögum sínum um landið. Þá brýnir borgaraþjónusta ráðuneytisins fyrir íslendingum í landinu að hafa ávallt meðferðis persónuskilríki og fylgja þeim leiðbeiningum sem hafa verið gefnar út. Einnig minnir borgaraþjónustan á símanúmer þjónustunnar 545-9900 fyrir þá sem á þurfa að halda, en opið er fyrir símtöl allan sólarhringinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila