Íbúar vilja ekki að stóriðjan í Helguvík verði ræst á ný

Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna þeirra áforma að endurræsa eigi stórðiðjuna í Helguvík. Í tilkynningunni er áforrmunum harðlega mótmælt og segja að með því sé verið að nota íbúa í nágrenni við verksmiðjuna sem tilraunadýr og stofna heilsu þeirra í hættu „ Það er með öllu ólíðandi að húsnæði sem telst samkvæmt byggingar reglugerðum vera fokhelt eða á byggingastigi 4. sem telst tilbúið til innréttinga sé opnuð fyrir kísilbræðslu sem fullbúin verksmiðja. Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa áður látið þá skoðun sína í ljós að Kísilverksmiðja United Silicon sé allt of nálægt íbúðabyggð. Þannig að í þessu gagna öflunar ferli þar sem ofninn er endurræstur eru íbúarnir enn og aftur notuð sem einhverskonar tilraunadýr hvað mengun varðar og heilsu íbúa stofnað í hættu„,segir í tilkynningunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila