Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar

EFTA dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur um innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti gegn ákvæðum EES samningsins. Málið var til komið vegna kvörtunar Samtaka verslunar og þjónustu til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem samtökin drógu í efa lögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. Samtök verslunar og þjónustu segja í tilkynningu að þau fagni niðurstöðu EFTA ” SVÞ fagna niðurstöðu EFTA-dómstólsins sem er enn einn áfangasigur í baráttu samtakanna í máli þessu sem hófst með kvörtun SVÞ árið 2011. Að sama skapi gagnrýna SVÞ tregðu stjórnvalda að bregðast við rökstuddum og málefnalegum niðurstöðum dómstóla í málinu. Skora samtökin á stjórnvöld og nýtt þing að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöf“,segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila