Innflutningur á verksmiðjukjöti hefur slæm áhrif á framleiðsluhætti innanlands

Dr. Ólafur Dýrmundsson sjálfstætt starfandi búvísindamaður.

Innflutningur á kjöti sem framleitt er á verksmiðjubúum leiðir til þess að framleiðsluhættir innanlands breytist til hins verra, og að kröfur verði gerðar hérlendis til verksmiðjuframleiðslu á landbúnaðarafurðum, með ófyrirséðum áhrifum á matvælaöryggi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Dýrmundssonar sjálfstætt starfandi búsvísindamanns í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Ólafur segir mikilvægt að hafa í huga að ódýrari innflutt sé lakari að gæðum, og sé oftar en ekki framleidd á verksmiðjubúum og komi niður á matvælaöryggi ” ég held að neytendur átti sig flestir á þessu, að við erum með heldur dýrari vörur en gæðin eru mjög mikil, þannig að það er verið að borga fyrir gæði, við þurfum ekki að halda það að við fáum mestu gæðavörurnar fluttar inn, það verða ódýrari vörur, afurðir verksmiðjubúa og það er nokkuð ljóst að þetta er spurning um að vernda bæði fæðuöryggi, matvælaöryggi og lýðheilsu“,segir Ólafur.

 

Smelltu hér til þess að horfa á heimildarmyndina Lucent, þar sem fjallað er um skuggahliðar verksmiðjubúskapar

Athygli skal vakin á að atriði í myndinni gætu valdið óhug

Athugasemdir

athugasemdir

Deila