Innköllun ólöglegra vopna hafin í Svíþjóð

Átak lögreglunnar í Svíþjóð þar sem almenningi gefst kostur á að skila inn ólöglegum og óskráðum vopnum án þess að eiga á hættu að verða saksótt hefur gengið vonum framar. Lögregluyfirvöld í Svíþjóð hófu átakið fyrir viku en á þeim tíma hafa alls 792 vopnnum verið skilað inn á borð lögreglu. Meðal annars hefur fjórum vélbyssum verið skilað inn, sem lögregla telur jákvætt þar sem efasemdaraddir efuðust um að vopnum úr fórum glæpasamtaka myndi verða skilað inn. Átak lögreglu mun standa yfir til 30.apríl næstkomandi en í samskonar átaki sem farið var í árið 2012 var 15.000 vopnum skilað inn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila