Innviðir samfélaga í nágrannalöndum nánast yfirteknir af fólki af annari menningu

Jens G. Jensson skipstjóri.

Jens G. Jensson skipstjóri sem hefur ferðast mikið um nágrannalönd Íslands undanfarin ár segir þær breytingar sem eru tilkomnar vegna fólksflutninga milli menningarsamfélaga hafa mikil áhrif á þau samfélög sem taka á móti fólki í stórum stíl. Jens sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu á föstudag lýsti meðal annars því að hraðbankar á stærstu brautarstöð Danmerkur hafi verið fjarlægðir þar sem viðskiptavinir bankanna hafa ítrekað verið rændir eftir að hafa tekið út reiðufé, og þá var Jens ráðlagt að fara varlega um svæðið “ mér var sagt að stoppa ekki lengur við en ég nauðsynlega þyrfti þar sem helstu fórnarlömb ræningja væru fólk á miðjum aldri, þetta er í rauninni ástandið í þessum nágrannalöndum okkar, að innviðir samfélagsins eru nánast yfirteknir af fólki sem er af annari menningu og lítur allt öðruvísi á hlutina heldur en við gerum„,segir Jens.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila