IOGT boðar til fundar um áfengisfrumvarpið

Samtökin IOGT á Íslandi sem þessa dagana standa fyrir undirskriftasöfnun gegn áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir á Alþingi boða til opins fundar sem ber yfirskriftina, Hver á að selja áfengi?. Á fundinum verður meðal annars fjallað um rannsóknir sem snúa að málaflokknum og þeirri spurningu velt upp um hvaða aðilar eigi að fara með áfengissölu í landinu. Fundurinn er haldinn í Iðnó í dag, laugardag kl.12:00 og eru eins og fyrr segir allir velkomnir.

Athugasemdir

athugasemdir