Isavia gert að hætta gjaldtöku á hluta rútustæða við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað með bráðabirgðaúrskurði að Isavia ohf sé ekki heimilt að taka gjald af þeim rútubifreiðum sem leggja á ytri rútustæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu vegna málsins segir meðal annars “ eftirlitið telur sennilegt að Isavia hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri verðlagningu við gjaldtöku fyrir notkun á fjarstæðum. Jafnframt mismuni Isavia viðskiptavinum í verðlagningu og skilmálum. Þá telur Samkeppniseftirlitið að bið eftir endanlegri ákvörðun getið skaðað samkeppni. Verði ekkert að gert muni gjaldtaka Isavia á fjarstæðum hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja sem nýta þurfi fjarstæðin. Þá liggur fyrir að gjöld vegna stæðanna munu að óbreyttu hækka verulega þann 1. september nk., en þá verður svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili felldur niður. Samkeppniseftirlitið telur því að skilyrði fyrir töku bráðabirgðaákvörðunar séu fyrir hendi. Í henni felst að umrædd gjaldtaka er stöðvuð tímabundið. Gildir bráðabirgðaákvörðunin til 31. desember 2018.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila