Ísland hefði orðið gjaldþrota hefði það hefði verið í ESB þegar hrunið varð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Ísland hefði orðið gjaldþrota ef það hefði verið aðili að ESB þegar bankahrunið varð árið 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur bendir á að með verkfærum fullveldisins hafi verið komið veg fyrir að illa færi hér á landi, þjóðin hafi fengið eitthvað um málin að segja. Hann segir að ekki þurfi annað en að horfa til Grikklands til að sjá hvernig hefði getað farið fyrir Íslandi hefði það verið hluti af ESB. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila